2015-03-14

Tæland - koh phagnan - Reykjavík, Iceland

Reykjavík, Iceland

Hæ allir :) Núna er skvísan búin að vera i tæpa viku á koh phagnan, ég kom með næturlest frá Bangkok og er óhætt að segja að það hafi verið ógeðsleg lest.. svaf lítil sem ekkert, vaknaði með eldriborgara frá Tælandi við hliðiná mér sem gaf mér moskito krem og kex ! Þegar lestin stoppaði var öllum smalað í rútur, það var svona klst rútuferð niður á höfn þar sem okkur var smalað í báta og vorum merkt með límmiðum.. Ég skaðbrann svoleiðis í bátsferðinni en það er allt að koma til :) Eg fékk vespu taxa uppa hostel og kom mer fyrir. Var með 10 öðrum stelpum i herbergi og 4 af þeim islenskar, annars er Hostelið fullt af Dönum, en það eru tvær danskar konur sem eiga staðinn.. Maturinn hérna er snilld og Hostelið hefur allt til alls :) Fór í tvær dagsferðir sem innihéldu heimsokn í hof, dýragarð, snorkl og bátsferð :) að snorkla er Geeeðveikt ! Er búin að skella mer 2var i aloe vera meðferðir útaf brunanum en það er nú ekkert annað en nudd með aloe vera ;) og svo skellti eg mer auðvitað i fótanudd ! Verslunargöturnar hérna eru ekkert uppa marga fiskana svo eg er búin að láta það vera að kaupa mikið ;) Er alltaf með hellings félagsskap en það erum yfir 30 íslendingar bunir að vera a hostelinu á sama tíma og eg :) Full moon kvöldið var frábært, mikill spenningur og góð stemning á staðnum á meðan allir eru að mála sig og annan :) ströndin var gjörsamlega troðin af fólki og tónlist i botni alls staðar ! Það sem er búið að koma mer mest a óvart er hversu auðvelt það er að ferðast einn hérna og eg finn fyrir mun meira öryggi en ég var búin að gera ráð fyrir :) Já og ég er byrjuð að vakna sjálf kl 8 á morgnanna .. Það hefur aldrei gerst áður. Núna er planið að læra að kafa og eg fer í það beint á morgun, hlakka mikið til ;) Hafið það gott heima, Kossar & knús :* Hrefna flandrar

Show more